24.6.2020

Skylmingaþing verður haldið miðvikudaginn 8. júlí n.k., kl. 18:00-19:30 í sal E í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

22.6.2020

Ólympíudagurinn 23. júní

Þann 23. júní nk. er Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Hann er haldinn í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) 23. júní árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk til að koma saman, hreyfa sig og hafa gaman, en dagurinn er í raun ætlaður öllum óháð íþróttalegri getu. Meginþema í tengslum við daginn eru þrjú: Hreyfa, læra og uppgötva. Á deginum er kjörið að spreyta sig á ýmiss konar íþróttum og þrautum, en ekki einungis íþróttum sem keppt er í á Ólympíuleikunum. Ólympíudagurinn er einnig kjörinn vettvangur til að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar sem eru; vinátta, virðing og ávallt að gera sitt besta.

3.6.2020

Ágætu sambandsaðilar,

 

Í samræmi við 6. grein laga SKY, er hér með boðað til 8. Skylmingaþings.

Skylmingaþing verður haldið miðvikudaginn 8. júlí n.k., í sal E í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 108 Reykjavík.

 

Tillögur um lagabreytingar eða önnur málefni, sem sambandsaðilar óska eftir að tekið verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SKY bréflega, eða með sannanlegum tölvupósti minnst 3 vikum fyrir þingið, þ.e. eigi síðar en 17. júní.

 

Eigi síðar en tveimur vikum fyrir Skylmingaþing, þ.e. 24. júní n.k., skal SKY senda aðilum dagskrá þingsins og tillögur sem borist hafa ásamt þeim tillögum sem SKY hyggst leggja fyrir þingið.

 

 

Fyrir hönd Skylmingasambands Íslands

Nikolay Ivanov Mateev

Formaður SKY

16.12.2019

Skylmingamaður ársins er Andri Nikolaysson Mateev, Skylmingafélagi Reykjavíkur

Skylmingakona ársins er Mekkín Elísabet Jónudóttir, Skylmingadeild FH

1 / 6

Please reload

Tenglar
orkusalan-logo_1.png
Heimilisfang

Skylmingamiðstöð í Laugardal Laugardalsvelli, 104 Reykjavík

Sími 510 2973 • Gsm 898 0533

  • w-facebook
  • White Instagram Icon
  • Twitter Clean
  • White YouTube Icon
  • w-googleplus

© 2017  Skylmingasamband Íslands