top of page
SKY_HS_1.jpg

SKY þing 2024_ seinna fundarboð

Skylmingaþing verður haldið föstudaginn 31. maí n.k., kl. 17:00 - 19:00 í sal C í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

SKY_HS_1.jpg

SKY þing 2024_fyrra fundarboð

Í samræmi við 6. grein laga SKY, er hér með boðað til 10. Skylmingaþings.

Skylmingaþing verður haldið föstudaginn 31. maí n.k., í sal C í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 108 Reykjavík. 

 

Tillögur um lagabreytingar eða önnur málefni, sem sambandsaðilar óska eftir að tekið verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SKY bréflega, eða með sannanlegum tölvupósti minnst 3 vikum fyrir þingið, þ.e. eigi síðar en 10. maí.

 

Eigi síðar en tveimur vikum fyrir Skylmingaþing, þ.e. 17. maí n.k., skal SKY senda aðilum dagskrá þingsins og tillögur sem borist hafa ásamt þeim tillögum sem SKY hyggst leggja fyrir þingið.

3224AC92-865C-4EFD-830B-61D3A89E6E12.jpeg

Frábær árangur hjá Andra á Grand Prix Seoul, KOR

Í riðlakeppninni vann Andri fimm bardaga af sex. Hann var í 17 sæti eftir riðlakeppnina. Í T128 keppti Andri við LEE Dohun, KOR og vann 15-13. Í T64 keppti hann við JEONG Hangil, KOR og tapaði 15:4. Hann lenti i 38 sæti af 177 keppendum.

Sækja PDF
SKY_HS_1.jpg

Íþróttamaður og íþróttakona Skylmingasambands Íslands árið 2023

Skylmingamaður ársins er Andri Nikolaysson Mateev, Skylmingafélagi Reykjavíkur

Skylmingakona ársins er Anna Edda Gunnarsdóttir Smith, Skylmingadeild FH

SKY_HS_1.jpg

Íslandsbikarmót SKY í skylmingum með höggsverði fyrir börn, unglinga og fullorðna

Þann 29. og 30. apríl verður haldið Íslandsbikarmót í skylmingum með höggsverði fyrir börn, unglinga og fullorðna í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal (Baldurshagi).

028E50E9-AB51-4D49-BF73-902EA1DA6C70.jpeg

EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ Í SKYLMINGUM UNGLINGA OG UNGMENNA

Ýmir Darri Hreinsson keppir á Evrópumeistaramóti Unglinga (U17, 17 ára og yngri) á morgun, 22. febrúar.

HEIMASÍÐA KEPPNINNAR 

Live results

Sækja PDF
BeFunky-collage.jpg

Reykjavik International Games 2023

Karlar / Men:  
1. sæti Gunnar Egill Ágústsson
2. sæti Sævar Baldur Lúðvíksson
3.-4. sæti Alexander Viðar og Emil Ísleifur Sumarliðason
5. sæti Maksym Gryshchenko, GER
6. sæti Ýmir Darri Hreinsson
Konur / Women:
1. sæti Anna Edda Gunnarsdóttir Smith
2. sæti Giedrė Razgutė, LTU
3. sæti Karitas Jónsdóttir

SKY_HS_1.jpg

Íþróttamaður og íþróttakona Skylmingasambands Íslands árið 2022

Skylmingamaður ársins er Andri Nikolaysson Mateev, Skylmingafélagi Reykjavíkur

Skylmingakona ársins er Anna Edda Gunnarsdóttir Smith, Skylmingadeild FH

NFU_logo.jpeg

Nordic Fencing Festival

OPNA NORÐURLANDAMEISTARAMÓT Í SKYLMINGUM

Íslenska landsliðið í skylmingum hélt sigurgöngu sinni áfram a Opna Norðurlandameistaramótinu.

SKY_HS_1.jpg

SKY þing 2022_ seinna fundarboð

Ágætu sambandsaðilar,

 

Skylmingaþing verður haldið fimmtudaginn 12. maí n.k., kl. 18:00-20:00 í sal D í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Reykjavík, 28.04.2022

2-1.jpeg

Heimsmeistaramót U17 / U20

Dagana 2. – 10. apríl n.k. verður Heimsmeistaramót unglinga (U17, 17 ára og yngri) og ungmenna (U20, 20 ára og yngri) í skylmingum haldið í Dubai, í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Tveir unglingar á aldrinum 16 til 18 ára hafa verið valdir til þátttöku fyrir hönd Íslands og keppa þeir í skylmingum með höggsverði og stungusverði.

Þrátt fyrir ungan aldur eru þetta allt margverðlaunaðir skylmingarmenn bæði hérlendis sem og erlendis enda eru hér bæði Íslandsmeistarar og Norðurlandameistarar á ferðinni.

SKY_HS_1.jpg

SKY þing 2022_fyrra fundarboð

Ágætu sambandsaðilar,

 

Í samræmi við 6. grein laga SKY, er hér með boðað til 9. Skylmingaþings.

Skylmingaþing verður haldið fimmtudaginn 12. maí n.k., í sal E í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 108 Reykjavík.

 

Tillögur um lagabreytingar eða önnur málefni, sem sambandsaðilar óska eftir að tekið verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SKY bréflega, eða með sannanlegum tölvupósti minnst 3 vikum fyrir þingið, þ.e. eigi síðar en 21. apríl.

 

Eigi síðar en tveimur vikum fyrir Skylmingaþing, þ.e. 28. apríl n.k., skal SKY senda aðilum dagskrá þingsins og tillögur sem borist hafa ásamt þeim tillögum sem SKY hyggst leggja fyrir þingið.

Reykjavík, 7.04.2022

Íþróttahreyfingin og covid.jpg

Sóttvarnarreglur SKY - 12. febrúar 2022

Helstu reglur í íþróttunum eru eftirfarandi:

 • 200 manna fjöldtakmörk á æfingum og í keppnum innandyra.

 • Utandyra gilda ekki fjöldatakmarkanir en utan íþróttaiðkunar ber þó að virða 1 metra reglu og nota grímu þar sem það er ekki hægt.

 • 1000 manna fjöldatakmarkanir eru í áhorfendasvæðum að uppfyllt um ákveðnum skilyrðum (einföld skilyrði að þessu sinni, sést í sniðmátinu).

 • Sóttkví og smitgát eru ekki lengur í reglugerð en fólk hvatt til að viðhafa smitgát hafi það verið í nánum samvistum við smitaðan aðila.

Hér má finna lista yfir sóttvarnarfulltrúa félaganna:
Skylmingadeild FH
Gunnar Egill Ágústsson    gunnarea@gmail.com
Skylmingafélag Reykjavíkur /  Skylmingafélag Seltjarnarnes
Sævar Baldur Lúðvíksson    sabbi1990@gmail.com

RIG 22_1.jpeg

Reykjavik International Games 2022

5. – 6. febrúar 2022                     RIG 2022

Keppt var í skylm­ing­um á Reykja­vík­ur­leik­un­um í Skylm­inga­miðstöðinni í Laug­ar­dal. Alls tóku 25 kepp­end­ur þátt.

Í úr­slita­leik í karla­flokki hafði Andri Ni­kolays­son Mateev bet­ur gegn Emil Ísleifi Sum­arliðasyni, 15:11. Er þetta í fjórða skipti sem Andri vinn­ur mótið.

Hann hef­ur verið í ólymp­íu­hópi Christian Bau­er í Frakklandi en Bau­er hef­ur fagnað fimm ólymp­íug­ull­um sem þjálf­ari. Mark­mið Andra er að fara á Ólymp­íu­leik­ana í Par­ís árið 2024.

Í kvenna­flokki vann Giedré Razguté frá Lit­há­en sig­ur.

Íþróttahreyfingin og covid.jpg

Sóttvarnarreglur SKY - 15. janúar 2022

Helstu reglur í íþróttunum eru eftirfarandi:

 • Á æfingum og í keppnum hjá börnum og fullorðnum er heimilt að hafa 50 manns í hverju rými.

 • Áhorfendur eru bannaðir á íþróttaviðburðum en heimilt er að hafa fjölmiðlafólk á staðnum og gilda þá almennar fjöldatakmarkanir og reglur um sóttvarnir.

 • Áfram ber að sótthreinsa sameiginleg áhöld milli hópa og lofta vel út.

Hér má finna lista yfir sóttvarnarfulltrúa félaganna:
Skylmingadeild FH
Gunnar Egill Ágústsson    gunnarea@gmail.com
Skylmingafélag Reykjavíkur /  Skylmingafélag Seltjarnarnes
Sævar Baldur Lúðvíksson    sabbi1990@gmail.com

69af31c9-e3ce-405d-b849-c5f6c4b0bfe2_RIG20-logo-langt-svart.png

Reykjavik International Games 2022

5. – 6. febrúar 2022                     RIG 2022

Helgina 5. – 6. febrúar 2022 verður haldið alþjóðamót í skylmingum með höggsverði fyrir karla og konur í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal. Keppnin er hluti af  "Reykjavik International Games 2022". Auk þess verður haldin keppni fyrir börn og unglinga.

Íþróttahreyfingin og covid.jpg

Sóttvarnarreglur SKY - 23. desember 2021

Helstu reglur í íþróttunum eru eftirfarandi:

 • 50 manna takmörk á æfingum og í keppni

 • 50 manna takmörk í áhorfendasvæðum þar sem hraðpróf eru ekki notuð en þó að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

 • 200 manna takmörk í áhorfendasvæðum þar sem hraðpróf eru notuð að uppfylltum fleiri skilyrðum.

Hér má finna lista yfir sóttvarnarfulltrúa félaganna:
Skylmingadeild FH
Gunnar Egill Ágústsson    gunnarea@gmail.com
Skylmingafélag Reykjavíkur /  Skylmingafélag Seltjarnarnes
Sævar Baldur Lúðvíksson    sabbi1990@gmail.com

imageedit_1_7621502285.gif

Sendum ykkur og fjölskyldum ykkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsælt komandi ár!

Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári!

skylmingar_logo.jpg

Íþróttamaður og íþróttakona Skylmingasambands Íslands árið 2021

Skylmingamaður ársins er Andri Nikolaysson Mateev, Skylmingafélagi Reykjavíkur

Andri Nikolaysson Mateev er Skylmingamaður ársins í fimmta sinn. Hann varð RIG meistari á árinu. Síðastliðinn september hóf Andri starfsemi sína í Ólympíuhópi Christian Bauer í Frakklandi. Christian hefur unnið allt að 5 ólympíugullum sem þjálfari og er það afar mikill heiður að fá að vinna með honum. Andri var hársbreidd frá því að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í sumar og endaði hann þar í fimmta sæti af 24 sterkum keppinautum í Evrópu þar sem aðeins eitt aukasæti er gefið. Hans aðalmarkmið er að ná þátttökurétti á leikunum og leggur hann mikið á sig í að keppa í París árið 2024.

Skylmingakona ársins er Anna Edda Gunnarsdóttir Smith, Skylmingadeild FH

Þetta er í fyrsta skiptið sem Anna Edda Gunnarsdóttir Smith hlýtur verðlaun fyrir Skylmingakonu ársins.

Hún fékk silfurverðlaun í keppni kvenna með höggsverði á Reykjavíkurleikunum í byrjun árs 2021.

Anna Edda hafnaði í þriðja sæti á Norðulandameistaramótinu í kvennaflokki á árinu, sem var haldið í Finnlandi.

Hún er án efa ein efnilegasta skylmingakona Íslands og hefur mikla möguleika í að ná langt í framtíðinni.

Íþróttahreyfingin og covid.jpg

Sóttvarnarreglur SKY - 13. nóvember 2021

Eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttahreyfinguna: 

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns og heimilt verður að hafa allt að 50 manns á æfingum og í keppni.
Grímuskylda mun gilda þar sem ekki verður hægt að viðhafa 1 metra fjarlægð frá ótengdum aðilum. Sem fyrr þarf ekki að nota grímu við íþróttaiðkun.
Börn fædd 2016 og fyrr verða undanþegin grímuskyldu, fjölda- og nálægðartakmörkunum.
Heimilt verður að hafa allt að 500 manns í áhorfendasvæðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er m.a. varðar skráningu, notkun hraðprófa og grímunotkun.
Þar sem hraðpróf eru ekki notuð fyrir áhorfendur er heimilt að hafa að hámarki 50 manns í hverju rými svo lengi sem allar reglur um sóttvarnir eru virtar.
Óheimilt verður að selja veitingar í hléi. 

Hér má finna lista yfir sóttvarnarfulltrúa félaganna:
Skylmingadeild FH
Gunnar Egill Ágústsson    gunnarea@gmail.com
Skylmingafélag Reykjavíkur /  Skylmingafélag Seltjarnarnes
Sævar Baldur Lúðvíksson    sabbi1990@gmail.com

Capture.JPG

Smitrakning og sóttkví

Leiðbeiningar um smitrakningu fyrir iðkendur og starfsfólk í íþróttastarfi.
Hvatt er til að hólfaskipta sem mest og takmarka umgengni milli hólfa, eins og kostur er. Tilgangurinn er að draga úr útbreiðslu COVID-19.

Íþróttahreyfingin og covid.jpg

Sóttvarnarreglur SKY - 15. september 2021

Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðnætti 15. september og gildir til og með 6. október nk., eru gerðar tilslakanir ásamkomutakmörkunum.

Eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttahreyfinguna: 

- Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 200 í 500 manns.
- Leyfilegur fjöldi iðkenda á íþróttaæfingum og keppnum hjá börnum og fullorðnum fer úr 200 í 500 manns.
- Heimilt verður að hafa allt að 1.500 manns í hólfi í áhorfendastúkum að því gefnu að áhorfendur framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst. Viðhafa þarf 1 metra nálægðarreglu nema þegar gestir eru sitjandi.
- Þar sem hraðpróf eru ekki notuð er heimilt að hafa allt að 500 manns í hólfi. 
- Skrá skal alla gesti með nafni, kennitölu og símanúmeri og á viðburðum innanhúss ber áhorfendum að vera með grímur nema þar sem búið er að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. 

Hér má finna lista yfir sóttvarnarfulltrúa félaganna:
Skylmingadeild FH
Gunnar Egill Ágústsson    gunnarea@gmail.com
Skylmingafélag Reykjavíkur /  Skylmingafélag Seltjarnarnes
Sævar Baldur Lúðvíksson    sabbi1990@gmail.com

1.jpg

Nikolay Mateev endurkjörinn í stjórn Evrópska Skylmingasambandsins (EFC) og var endurskipaður varaforseti EFC til næstu þriggja ára

Kosningaþing Evrópska Skylmingasambandsins var haldið þann 10-11 september í Sochi, í Rússlandi. Nikolay Ivanov Mateev formaður Skylmingasamband Íslands, var fyrst kjörinn í framkvæmdastjórn Evrópska skylmingasambandsins (EFC) árið 2009 og hefur setið í stjórn sambandsins óslitið síðan.

 

Stanislav Pozdnyakov frá Rússlandi var endurkjörinn forseti EFC, hann er fjórfaldur Ólympíumeistari í skylmingum. Stanislav Pozdnyakov  er einnig forseti Ólympíunefndar Rússlands.

 

Á þinginu voru margir góðir gestir en þar má nefna: Spyros Capralos frá Grikklandi, forseti Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC), Emmanuel Katsiadakis frá Grikklandi, framkvæmdastjóri Alþjóðaskylmingasambandsins (FIE), Krisztián Kulcsár forseti Ólympíunefndar Ungverjalands, Mihai Covaliu forseti Ólympíunefndar Rúmeníu.

 

Nikolay hefur setið í nefnd Alþjóðaskylmingasambandsins (FIE) um kynningar-, samskipta- og markaðsmál allt frá árinu 2008 og er núverandi formaður þeirrar nefndar.

 

Það er mikill fengur fyrir íslenska skylmingahreyfingu að hafa Nikolay í þessum embættum og heiður fyrir íslenska íþróttahreyfingu að eiga fulltrúa í æðstu stjórn skylmingaíþróttarinnar í Evrópu og heiminum.

covid-19.jpg

Sóttvarnarreglur SKY - 28. ágúst 2021

ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöld hafa nú samþykkt nýjar sóttvarnarreglur SKY.

Helstu breytingar á reglum sem hefur að gera með íþróttahreyfinguna:

- 200 manns hverju hólfi á æfingum og í keppni barna og fullorðinna.
- 200 manns í áhorfendastúkum með ákveðnum skilyrðum sem hafa aðeins breyst frá fyrri reglugerðum (sjá í sniðmátinu).
- 500 manns í áhorfendastúkum frá og með 3. sept en þá með notkun hraðprófa og öðrum skilyrðum (sjá í sniðmátinu).
ATH að þó að þetta ákvæði í reglugerðinni taki gildi 3. september er ekki víst að það verði framkvæmanlegt fyrr en nær miðjum september. Yfirvöld eru að útfæra hvernig þetta verður framkvæmt og það er óljóst hvað það á eftir að taka langan tíma.

Hér má finna lista yfir sóttvarnarfulltrúa félaganna:
Skylmingadeild FH
Gunnar Egill Ágústsson    gunnarea@gmail.com
Skylmingafélag Reykjavíkur /  Skylmingafélag Seltjarnarnes
Sævar Baldur Lúðvíksson    sabbi1990@gmail.com

covid-19.jpg

Sóttvarnarreglur SKY - 25. júlí 2021

ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöld hafa nú samþykkt nýjar sóttvarnarreglur SKY.

Helstu breytingar á reglum sem hefur að gera með íþróttahreyfinguna:

-    100 manns mega vera í einu rými á æfingu og í keppni einstaklinga sem eru fæddir 2005 og fyrr en 200 manns á æfingum og í keppni einstaklinga sem eru fæddir 2006 og síðar.
 
-    200 manns mega vera í hverju rými í áhorfendastúkum að því gefnu að allir beri andlitsgrímu, haldi 1 metra fjarlægð og séu í merktum sætum og skráðir með nafni, snr. og kt.

Hér má finna lista yfir sóttvarnarfulltrúa félaganna:
Skylmingadeild FH
Gunnar Egill Ágústsson    gunnarea@gmail.com
Skylmingafélag Reykjavíkur
Sævar Baldur Lúðvíksson    sabbi1990@gmail.com

 

covid-19.jpg

Sóttvarnarreglur SKY - júní 2021

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi á morgun og gildir til og með 29. júní.  Tilslakanir á sóttvarnarreglum eru gerðar með þessari reglugerð en eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttastarf: 

Almennar fjöldatakmarkanir verða 300 manns og gilda þær takmarkanir einnig um æfingar, keppnir og áhorfendasvæði.
Almenn nándarregla verður einn metri í stað tveggja. Nálægðartakmörk gilda ekki um sitjandi áhorfendur á íþróttaviðburðum en grímuskylda gildir enn og áfram þarf að skrá áhorfendur með nafni, kennitölu og símanúmeri. Að hámarki 300 áhorfendur mega vera í hverju hólfi á íþróttaviðburðum með að hámarki fjögur sóttvarnarhólf í hverri byggingu.

Hér má finna lista yfir sóttvarnarfulltrúa félaganna:
Skylmingadeild FH
Gunnar Egill Ágústsson    gunnarea@gmail.com
Skylmingafélag Reykjavíkur
Sævar Baldur Lúðvíksson    sabbi1990@gmail.com

 

covid-19.jpg

Sóttvarnarreglur SKY - maí 2021

ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöld hafa nú samþykkt nýjar sóttvarnarreglur SKY.

Helstu breytingar á reglum sem hefur að gera með íþróttahreyfinguna:

- Hámark þátttakenda í æfingum og í keppni fara úr 50 í 75
- Hámarksfjöldi á hverju svæði á áhorfendasvæðum fer úr 100 í 150, fjöldi sótthólfa í hverri byggingu fer úr 2 í 3 (en sjá nánar í sniðmátinu)

Vinsamlegast kynnið ykkur reglurnar og fylgið til að minnka smithættu á covid-19. 

download.png

#metoo / #églíka

Á undanförnum vikum hefur umræða um kynbundið ofbeldi blossað upp að nýju.

Meðfylgjandi er bréf forseta og framkvæmdastjóra ÍSÍ vegna málsins.

covid-19.jpg

Sóttvarnarreglur SKY - mars 2021

ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöld hafa nú samþykkt nýjar sóttvarnarreglur SKY. Þar eru helstu breytingar hertar samkomutakmarkanir á æfingum. 10 mega æfa með 2 metra millibili. Sé ekki unnt að halda 2 metrum á milli er ekki unnt að halda úti æfingum . Passa þarf persónulegar sóttvarnir.

Vinsamlegast kynnið ykkur reglurnar og fylgið til að minnka smithættu á covid-19. 

8.10.2020

Tilmæli frá sóttvarnarlækni, ríkislögreglustjóra og Framkvæmdastjórn ÍSÍ

Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu eru þar beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október. Jafnframt eru þau beðin um að fresta keppnisferðum út á land.

Í fréttatilkynningu sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra er komið inn á fleiri atriði sem tilmæli eru um hér á höfuðborgarsvæðinu.

Tilmælin eru eftirfarandi (fylgja einnig hér með sem viðhengi):

 

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjöldi smita einkum á höfuðborgarsvæðinu, vegna Covid-19 síðustu daga og aukið hafa líkur á veldisvexti í faraldrinum.

Búast má við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga. Tilmælin eru;

 • Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er.

 • Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til.

 • Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er.

 • Takmörkun fjölda í búðum –einn fari að versla frá heimili ef kostur er.

 • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim

 • Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni.

 • Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk

 • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.

 • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land.

 • Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir.

 • Allir á höfuðborgarsvæðinu og víðar þurfa að koma með okkur í þetta átak og gæta sérstaklega vel að sér næstu vikur.

 

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að beina því til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ beinir því einnig til íþróttahreyfingarinnar í heild að taka tillit til þeirra aðstæðna sem skapast hafa á höfuðborgarsvæðinu og þeirra aðgerða sem sérsambönd ÍSÍ hafa þurft að grípa til í kjölfarið.

 

Jafnframt er bent á að tilmæli um ferðalög til eða frá höfuðborgarsvæðinu ná einnig til iðkenda og annarra þátttakenda í íþróttastarfinu.

 

Á vef stjórnarráðs Íslands hefur verið birt frétt um COVID-19: Um reglur og tilmæli.

Til viðbótar við reglugerð heilbrigðisráðuneytisins sem birt var í fyrradag er í fréttinni vísað til tilmæla sóttvarnarlæknis og þeirra sjónarmiða hans að stöðva beri allt skipulagt íþróttastarf hjá börnum næstu tvær vikurnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tilmæli sóttarnarlæknis fela í sér beiðni til fólks um að sýna samstöðu og þá e.t.v. ganga lengra en þarf samkvæmt laganna bókstaf.

23.9.2020

Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

9.9.2020

Dagur í lífi skylmingamanns

Andri Nikolaysson Mateev @andrimateev margfaldur Íslandsmeistari í skylmingum og lykilmaður í landsliði Íslands, tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ @isiiceland í dag 9. september‬.

Fylgstu með Andra á Instagrami ÍSÍ og kynnstu því hvernig dagur í lífi skylmingamanns sem stefnir á Ólympíuleikana er.

24.6.2020

Skylmingaþing verður haldið miðvikudaginn 8. júlí n.k., kl. 18:00-19:30 í sal E í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

1 / 1

Please reload

bottom of page