top of page
Ólympískar skylmingar

Ólympískar skylmingar eru eins og nafnið gefur til kynna ólympísk grein, sem keppt hefur verið í frá fyrstu nútíma Ólympíuleikunum árið 1896.
Ólympískar skylmingar skiptast í þrjár undirgreinar þar sem keppt er með mismunandi sverðum, eða höggsverðum (sabre) stunguverðum (foil), lagsverðum (epée). 
 

Ólympískar skylmingar eru íþrótt þar sem keppandinn heldur til leiks með ákveðna leikaðferð í huga en þarf svo sífellt að endurskipuleggja leik sinn með tilliti til viðbragða andstæðingsins og leikstíls hans.

Skylmingamaður þarf að hafa góða stjórn á líkamanum, gott jafnvægi og mikla samhæfingu. Einnig þarf hann að geta hugsað hratt undir miklu álagi. Skylmingar munu styrkja þig líkamlega jafnt sem andlega. Þær veita snerpu sem og jafnvægi sem aldrei fyrr.

Tenglar
LOGO-FIS.png
Musumeci.png
Hnappur viðbragsáætlun_edited.jpg
NFU_logo_edited.jpg
Heimilisfang

Skylmingamiðstöð í Laugardal Laugardalsvelli, 104 Reykjavík

Sími 510 2973 • Gsm 898 0533

  • w-facebook
  • White Instagram Icon
  • Twitter Clean
  • White YouTube Icon
  • w-googleplus

© 2017  Skylmingasamband Íslands

bottom of page