---)------- VIÐ SKORUM Á ÞIG að taka upp hanskann og setja upp grímuna
Skylmingasamband Íslands • Skylmingamiðstöð í Laugardal • Laugardalsvelli, 104 Reykjavík Sími 510 2973 • Gsm 898 0533 • skylmingasamband@gmail.com
---)---- Móta og keppendareglur
Þátttaka í skylmingamótum á Evrópubikarmótum, Heimsbikarmótum, Evrópumeistaramótum og Heimsmeistaramótum
Til að öðlast þátttökurétt á skylmingamótum erlendis þurfa iðkendur að stunda æfingar af kappi og vera í fyrstu fjórum sætunum á stigalista SKY. Iðkendur í efstu fjórum sætunum á stigalista SKY, sem hafa að auki yfir 75% mætingu á æfingar, öðlast kepnnisrétt á Evrópubikarmótum, Heimsbikarmótum, Evrópumeistaramótum og Heimsmeistaramótum fyrir, U17, U20, fullorðinsflokki.
Styrkir SKY
Grunnstyrkur SKY og viðbótarstyrkur SKY eru styrkir til keppenda sem taka þátt á skylmingamótum í ofantöldum mótum og er upphæð þeirra ákveðinn árlega af stjórn SKY.
Til að hljóta grunnstyrk þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur:
• Iðkendur með mætingu yfir 85% hljóta fullan grunnstyrk
• Iðkendur með mætingu milli 75% til 85% hljóta hálfan grunnstyrk
• Iðkendur með mætingu undir 75% eiga ekki rétt á grunnstyrk
Til að hljóta viðbótarstyrk þarf að ná árangri á mótum, sjá Hvatakerfi.