top of page

Afreksstefna SKY

---)------     Afreksstefna 2021 - 2024

​

Ef við berum saman skylmingar með höggsverði á Íslandi við hin Norðurlöndin þá stöndum við vel á vígi hvað varðar getu og útbreiðslu. Íslendingar hafa átt keppendur á Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum og Norðurlandamótum í senior (F), junior (U20) og cadet (U17) flokkum. Árangur síðustu ára hefur verið ágætur.  Meðal annars hafa Íslendingar síðustu fjórum árum:

​

---)------- Hampað langflestum titlum í öllum flokkum á Norðurlandameistaramóti

---)------- Náð 3., 7. og 10. sæti á FIE Satellite Heimsbikarmóti

---)------- Náð 36. sæti á Evrópumeistaramóti (Düsseldorf, GER 2019)

---)------- Náð 5. sæti á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í Tókýó (Madrid, ESP)

---)------- Náð ágætis árangri á alþjóþjóðlegum unglingamótum (U20)

 

​

bottom of page